Gagnaöryggi


10
Jan 14

Sophos skýrsla um öryggismál 2014

sophos hnöttur

 

 


19
Dec 13

Skyldulesning fyrir öryggisnörda


23
May 11

Að eiga afrit utanhúss

Í fréttum má sjá að fyrir helgi hafi verið brotist inn í fyrirtæki í Reykjanesbæ þar sem m.a. tölvum og utanáliggjandi hýsingu var stolið.

„Öll þau gögn sem ég er búin að safna síðustu fimmtán til tuttugu árin eru á tölvunum þannig að ég er svona vængbrotin. Svo eru allar myndir í tölvunni há mér og á flakkaranum svo þær eru farnar,“

Of margir eru sannfærðir um að afritun á gögnum yfir á utanáliggjandi hýsingar einar og sér sé nóg. Hættan er ekki einungis sú að í innbrotum eru þessi tæki tekin líka, heldur einnig að öll gögn eru á einum stað. Innbrot, eldur, vatnslekar o.fl. gera ekki boð á undan sér og því borgar sig að eiga afrit utanhúss.

Afritunartaka.is er örugg lausn sem Netheimur býður upp á þar sem sjálfvirk dagleg afritun á gögnum er send dulkóðuð yfir netið í örugga hýsingu.

Sláðu á þráðinn í 550-0250 eða sendu okkur línu og við fræðum þig um afritunartökuna.


29
Sep 09

Dulkóðun og gagnaöryggi fyrirtækja

Hér eru tvær staðreyndir um vistun gagna hjá fyrirtækjum sem vert er að hafa í huga:

  • 70% af gögnum fyrirtækja eru vistuð á vinnustöðvar, fartölvur og USB lykla.
  • 10% fartölva er stolið eða týnast á fyrstu 12 mánuðum frá kaupum.

Starfsmenn fyrirtækja eru í auknum mæli með gögn á fartölvum, USB lyklum og símum utan veggja fyrirtækja og auka þannig á óöryggi fyrirtækjanna. Með ókeypis hugbúnaði er hægt að tryggja gögnin mun betur og hvetjum við alla þá sem búa yfir mikilvægum gögnum, sem þeir vilja tryggja að aðrir komist ekki í, til að sækja sér hugbúnað til þess.

Ókeypis tól til að dulkóða

Screen shot 2009-09-29 at 10.51.00 AMSOPHOS free encryption tool má sækja hér. Hugbúnaðurinn er einfaldur í uppsetningu og með honum má dulkóða hvaða gögn sem er og tryggja þannig að ef tölvan eða USB lykillinn týnist eru gögnin örugg.

Sækja hugbúnað.


Sophos Endpoint Security and Data Protection

Sophos Endpoint Security and Data Protection er heildarlausn fyrir fyrirtæki og inniheldur vírus- og spyware-varnir, eldveggur, stýring utanáliggjandi hýsinga (USB lyklar og flakkarar), óleyfðum hugbúnaði, NAC (network access controle) og dulkóðun – og færir þér bestu mögulegu varnirnar fyrir endastöðvar og gagnaöryggi almennt.

Óska eftir frekari upplýsingum.