Microsoft


23
May 13

Dagar Windows XP á enda

Keyrir Windows XP á einhverjum tölvum í þínu fyrirtæki?

Microsoft hefur nú gefið út dagsetningu fyrir hvenær hætt verður stuðningi við Windows XP og Office 2003.

Þann 8 apríl 2014 verður stuðningi við stýrikerfið hætt. Sem þýðir að það verður ekki lengur hægt að sækja uppfærslur frá Microsoft fyrir Windows XP.  Það eru ekki nema 11 mánuðir til stefnu.  Fyrirtæki, stofnanir og heimanotendur sem enn nota Windows XP þurfa því að fara að huga að uppfærslum. Ekki aðeins til að tryggja öryggi sitt heldur einfaldlega til að koma sér aðeins nær nútímanum, enda eru nýrri útgáfur Windows stýrikerfisins mun þróaðri og með ýmsar nýjungar.

 


12
Aug 09

Ágúst uppfærslur frá Microsoft

Ágúst uppfærslur MS

Ágúst uppfærslur MS

Windows Update er enn að færa okkur góðgæti til að splæsa í stýrikerfin okkar.

Í þessum mánuði eru sex af níu uppfærslum merktar “critical” og af þessum sex eru fimm merktar “Exploitability Index 1″ sem þýðir að á næstu 30 dögum munu hakkarar mjög sennilega sleppa einhverjum hugbúnaði út sem nýtir sér þessar öryggisholur. Því borgar sig, eins og alltaf, að fylla uppí sprungurnar.