Streymi


4
May 14

Útvarp KR tekur til starfa að nýju

KR_Reykjavík401. útsending Útvarps KR – FM 98,3 hefst kl. 19 í kvöld og með henni hefst 16. starfsár KR-útvarpsins.

„Landsliðið“ verður á vaktinni, Denni verður á tökkunum og Bjarni Felixson lýsir leiknum við Val sem hefst klukkan 20.

Útvarp KR sendir út á FM 98,3

Þið getið hlustað á leikinn á www.netheimur.is, eða hvaða snjallsímatæki sem er í boði Netheims.  Svo er líka hægt að hlusta á útvarpið í gegnum KR-appið.

Góða skemmtun !


28
Sep 13

400. útsending KR-útvarpsins

01_KR_Valur_05082013Þá er komið að 400. útsendingu KR-útvarpsins. Í tilefni dagsins byrjum við klukkan 08:00 á laugardag frá KR-heimilinu með morgunþætti í umsjón Þrastar Emilssonar og Óttars Magna. Klukkan 10:00 taka við Hössi, Palli og Kiddi. Klukkan 12:00 mætir svo „Landsliðið“ sem verður með upphitun fyrir leik og lýsir afhendingu Íslandsbikarsins um klukkan 16:00. Bjarni Felixson lýsir leiknum við Fram sem hefst klukkan 14:00. Denni verður á tökkunum. Útvarp KR sendir út á fm 98,3 og Netheims menn streyma útvarpinu á www.netheimur.is.  Klárt fyrir iPhone, iPad, iPod og Android snjallsíma í boði Netheims. Góða skemmtun og takk fyrir samstarfið Knattspyrnufélag Reykjavíkur :)


6
May 13

Netheimur sendir út KR útvarpið í sumar

Þá er komið að fyrstu útsendingu ársins og fimmtánda starfsári. Hefjum útsendingu klukkan 17:00 á mánudag frá KR-heimilinu og verður „Landslið“  KR útvarpsins á vaktinni.  Leikurinn við Stjörnuna hefst klukkan 19:15 og lýsir Bjarni Felixson leiknum.  Útvarp KR sendir út á fm 98,3, og á netheimur.is/utsendingar.

Hægt er að hlusta á útvarpið á öllum gerðum tölva, iPhone, iPad, iPod og Android snjallsímum.  Allt í boði Netheims !