Vírusar


10
Jan 14

Sophos skýrsla um öryggismál 2014

sophos hnöttur

 

 


19
Dec 13

Skyldulesning fyrir öryggisnörda


16
May 12

Þarf ég vírusvörn á símann minn?

Umræðan um Apple tölvurnar og vírusa hefur sjálfsagt lítið farið framhjá fólki. Fréttir um hálfa milljón Apple tölva sýktra af óæskilegum hugbúnaði hafa sést víða síðustu vikur og mánuði. Netheimur hefur áður nefnt ógnir við önnur stýrikerfi en Windows. Það skiptir í raun ekki hver framleiðir búnaðinn; það borgar sig alltaf að tryggja sig eins og mögulegt er.

Spurningin um hvort menn sjái sér hag í að smíða vírusa og annað slíkt er einfaldlega undir dreifingu viðkomandi tækja komið.

Sophos hefur í gegnum árin verið leiðandi á sviði öryggisvarna. Fyrirtækið hefur einbeitt sér að netkerfum og stórum fyrirtækjaútgáfum og hefur í raun aðeins ein vara frá þeim komið sem ætluð er til heimilisnota; Sophos AntiVirus for Mac. Hún er ókeypis.

Snjallsímar eru og verða engin undantekning

Continue reading →


3
Nov 10

Ókeypis vírusvörn fyrir mac heimavélar

Notendur Apple tölva hafa fram til þessa ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af vírusum og öðrum óæskilegum hugbúnaði.  En þar sem vinsældir þessara véla hafa aukist hafa margir vírusar sprottið fram ýmist bæði fyrir Windows og OS X eða þá sérstaklega OS X stýrikerfið sem Apple vélarnar keyra.

Continue reading →


29
Oct 09

Facebook vírus – í þetta sinn alvöru

Facebook fyrirtækið varar fyrr í dag sjálft við vírus sem dreyfir sér í nafni Facebook og berst notendum með tölvupósti. Með tölvupóstinum fylgir viðhengi sem inniheldur sýkta skrá svo notendur eru beðnir um að athuga það að Facebook kæmi aldrei til með að senda notendum sínum nýtt lykilorð í einhverskonar viðhengi. Því bendir allt til að einhverjir þessara pósta reyni að plata viðtakendur þannig til að opna viðhengin.

Watch out for two new viruses that are spreading across the web. They involve emails made to look like they are from Facebook telling you to take some action on your account. Remember that we will never send you a new password as an attachment. Stay informed on how to keep your account secure by becoming a fan of the Facebook Security Page.

Til að fá nýjustu fréttir og upplýsingarnar um öryggi á Facebook er mælt með að notendur gerist aðdáendur Facebook Security síðunnar.

Og að sjálfsögðu borgar sig síðan alltaf að hafa uppfærða vírusvörn á tölvunni til að tryggja öryggi sitt enn frekar.


10
Sep 09

Örlítið um Facebook Fan Check Virusinn

Picture 1Það fór sennilega ekki framhjá neinum sem notar Facebook reglulega að hinn alræmdi “Fan Check Vírus” lét á sér kræla á þessari vinsælu samfélagssíðu nú í vikunni. Möguleiki er hinsvegar á að “Fan Check” hugbúnaðurinn á facebook hafi alls ekki verið neinn vírus.

Snjallir (en óprúttnir) aðilar áttuðu sig hinsvegar á því að einhver hræðsla var að grípa um sig og nýttu sér það að fólk var að googla “facebook fan check virus” á fullu. Helstu niðurstöðurnar á Google voru því ótengdar síður sem þessir aðilar settu upp sem inniheldur síðan óæskilegan hugbúnað (e. malware).

Niðurstöður á Google

Niðurstöður á Google

Þannig var það í raun hræðslan sem ýtti fólki í átt að raunverulega vírussýktum síðum.

FanCheck síðan sjálf sýnist okkur að sé meinlaus. Facebook hefur enn ekki fjarlægt það úr forritasafni sínu og við að nota forritið fáum við ekki séð að það sé að gera neinn óskunda. Okkur grunar hinsvegar að hægagangur á Facebook síðunni sjálfri hafi ýtt undir hræðsluna – því á svipuðum tíma og Fan Check sló í gegn, varð facebook vefurinn óvenju hægur. Að einhver tenging hafi verið þar á milli hefur enn ekki komið fram.

Graham Cluley hjá Sophos er með stutt myndskeið þar sem hann sýnir hvað gerist þegar rambað var inná þessar umræddu leitarniðurstöður hjá Google.


13
Aug 09

Uppfærum nú Adobe dótið okkar

Tilraunastofa SOPHOS skrifar um það í dag hvernig lítið lát virðist vera á að vélar séu að smitast í gegnum PDF skrár. Litlum kóðum er komið fyrir í síðum, sem líta ósköp sakleysilega út, sem hlaða niður gerfi vírusvörnum í gegnum öryggisholur PDF hugbúnaðar Adobe. Þessar gerfi vírusvarnir eru í raun ekkert annað en vírusar og leiðir fyrir óprúttna aðila til að komast yfir kortanúmer eða aðrar mikilvægar upplýsingar.

PC Antispyware 2010 - Gerfi vírusvörn

PC Antispyware 2010 - Dæmi um gerfi vírusvörn

Í dag er því nauðsynlegt að tölvunotendur þekki hvaða tegund vírusvarnar þeir eru með, því birtist vírusvörn svipuð PC Antispyware 2010; er vélin orðin smituð og borgar sig því að gera viðeigandi ráðstafanir.

Margir hafa átt það til að smella á Update later eða Remind me later takkana þegar Adobe hugbúnaðurinn er að minna okkur á uppfærslur. Þetta borgar sig auðvitað ekki nema þú sért alveg viss um að uppfærslurnar séu einungis minniháttar. Fyrr á þessu ári komu nauðsynlegar uppfærslur til að fylla uppí stærstu öryggisholurnar á Adobe Reader.


12
Aug 09

Dreyfing óæskilegs hugbúnaðar hefur stóraukist árið 2009

Það sem af er árinu hefur dreyfingu óæskilegs hugbúnaðar (e. malicious software / malware) stóraukist. Mikil breyting er að eiga sér stað í hvernig þessum hugbúnaði er dreyft þar sem skúrkarnir hafa snúið sér í auknu mæli að vefnum í stað tölvupósts og nýta sér orðið svokallaðar Web 2.0 síður, s.s. Facebook og Twitter ásamt öðrum forritum og tólum eins og Adobe Flash og PDF skrár.

Fyrirtæki og starfsmenn þeirra eru farin að nýta sér nýjan hugbúnað og tækni á vinnustöðum sem gefur hökkurum ný tækifæri til að komast yfir gögn og upplýsingar sem þeir geta svo hagnast á.

Óháð fyrirtæki á sviði vírusmála, av-test.org, heldur í dag orðið utan um safn yfir 22.5 milljónum einstakra sýna af malware hugbúnaði – borið saman við 12.3 milljónir í júní 2008, sem sýnir að vandamálið í dag er nánast helmingi stærra en það var fyrir ári síðan.

Fyrirtæki í dag þurfa því að vera vel búin vörnum sem ekki eingöngu fylgjast með því sem kemur gegnum tölvupóstinn heldur varnir sem stöðva síður sem mögulega eru farnar að smita tölvur starfsmanna.


10
Aug 09

SOPHOS Anti-RootKit

Picture 3

Við kvetjum alla til að sækja sér nýjasta Anti-RootKit hugbúnaðinn frá SOPHOS og keyra hann á tölvunum sínum. Anti-RootKit hugbúnaðurinn er mjög fær við að finna vírusa og annan óæskilegan hugbúnað sem hefur sérstaka hæfileika til að fela sig fyrir vírusvörnum.

Megnið af þeim RootKit hugbúnaði sem hefur verið skrifaður fyrir Windows XP, virkar ekki á Windows 7. Hinsvegar er nú farinn að finnast hugbúnaður skrifaður sérstaklega fyrir Windows 7, eða önnur 64 bita stýrikerfi.

SOPHOS Anti-RootKit hugbúnaðinn má keyra meðfram hvaða vírusvörn sem er og er ekki nauðsynlegt að vera áskrifandi af SOPHOS vírusvörninni.