26
Nov 13

Spilaðu leikinn Vertu Viss

vertuvissVið erum í samstarfi við Íslandsspil, WEDO framkvæmdahús og Sagafilm varðandi sjónvarps og netleikinn Vertu viss er á RÚV á laugardögum.  Þetta er fyrsti gagnvirki sjónvarpsleikurinn á Íslandi þar sem áhorfendur heima í stofu geta tekið þátt í leiknum.  Prófið leikinn á http://www.vertuviss.is/ og spilið með. WEDO sjá um forritun leiksins og Netheimur hýsir netþjónana sem keyra leikinn.


28
Sep 13

400. útsending KR-útvarpsins

01_KR_Valur_05082013Þá er komið að 400. útsendingu KR-útvarpsins. Í tilefni dagsins byrjum við klukkan 08:00 á laugardag frá KR-heimilinu með morgunþætti í umsjón Þrastar Emilssonar og Óttars Magna. Klukkan 10:00 taka við Hössi, Palli og Kiddi. Klukkan 12:00 mætir svo „Landsliðið“ sem verður með upphitun fyrir leik og lýsir afhendingu Íslandsbikarsins um klukkan 16:00. Bjarni Felixson lýsir leiknum við Fram sem hefst klukkan 14:00. Denni verður á tökkunum. Útvarp KR sendir út á fm 98,3 og Netheims menn streyma útvarpinu á www.netheimur.is.  Klárt fyrir iPhone, iPad, iPod og Android snjallsíma í boði Netheims. Góða skemmtun og takk fyrir samstarfið Knattspyrnufélag Reykjavíkur :)


19
Sep 13

Nýr vefur

akaleigaAKA er elsta starfandi bílaleiga landsins. AKA hefur allt frá stofnun leigt sveitafélögum, opinberum stofnunum og öðrum fyrirtækjum bíla. Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og forverar hennar hafa verið stærstu viðskiptavinirnir í gegnum tíðina. Hér má sjá nýju síðuna þeirra www.akaleiga.is.


11
Sep 13

Við erum 15 ára í dag!

gamla

Netheimur fagnar í dag 15 ára afmæli sínu en fyritækið var stofnað árið 1998.

Við viljum í tilefni dagsins þakka þeim fyrirtækjum og aðilum sem hafa fylgt okkur
á þessum 15 árum og erum klár í næstu 15!


11
Sep 13

Þetta var létt !

lett-forsidaVið tókum gömlu síðuna frá Létt og hresstum aðeins upp á hana.  Nú geta starfsmenn Létt séð sjálfir um að að koma inn textum og myndum af bílunum sínum.


02
Sep 13

Ný vefsíða hjá ArcTic

hemmi_david31Við kynnum stoltir úr smiðju okkar nýja vefsíðu Arctic Iceland , arc-tic.com. Nýja vefsíðan er “Responsive” sem þýðir að hún virkar fyrir öll tæki og tól, á snjallsímum, spjaldtölvum og öðrum tækjum. Settum einnig upp vefverslun með tengingu við Valitor greiðslugátt.

http://www.arc-tic.com


28
May 13

Uppskriftastandur fyrir Hagkaup

uppskr-hagkaupVið tókum þátt í skemmtilegu samstarfi með Hagkaup og smíðuðu vef sem hýsir Hagkaupsbækurnar.  Nú getur þú komið við í Kringlunni, valið þér góðan rétt og prentað út það sem þarf að kaupa. Svo fylgir að sjálfsögðu uppskriftin með :)


23
May 13

Dagar Windows XP á enda

Keyrir Windows XP á einhverjum tölvum í þínu fyrirtæki?

Microsoft hefur nú gefið út dagsetningu fyrir hvenær hætt verður stuðningi við Windows XP og Office 2003.

Þann 8 apríl 2014 verður stuðningi við stýrikerfið hætt. Sem þýðir að það verður ekki lengur hægt að sækja uppfærslur frá Microsoft fyrir Windows XP.  Það eru ekki nema 11 mánuðir til stefnu.  Fyrirtæki, stofnanir og heimanotendur sem enn nota Windows XP þurfa því að fara að huga að uppfærslum. Ekki aðeins til að tryggja öryggi sitt heldur einfaldlega til að koma sér aðeins nær nútímanum, enda eru nýrri útgáfur Windows stýrikerfisins mun þróaðri og með ýmsar nýjungar.

 


06
May 13

Netheimur sendir út KR útvarpið í sumar

Þá er komið að fyrstu útsendingu ársins og fimmtánda starfsári. Hefjum útsendingu klukkan 17:00 á mánudag frá KR-heimilinu og verður „Landslið“  KR útvarpsins á vaktinni.  Leikurinn við Stjörnuna hefst klukkan 19:15 og lýsir Bjarni Felixson leiknum.  Útvarp KR sendir út á fm 98,3, og á netheimur.is/utsendingar.

Hægt er að hlusta á útvarpið á öllum gerðum tölva, iPhone, iPad, iPod og Android snjallsímum.  Allt í boði Netheims !


03
May 13

Vilborg aftur lögð í hann

Við erum stoltir að taka þátt í næstu ferð Vilborgar enn nú ætlar hún að ferðast til Norður-Ameríku. Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari stefnir að því að klífa Tindana sjö á einu ári, sjö hæstu fjallstinda í hverri heimsálfu. Ferðalagið hefst í þessum mánuði á McKinleyfjalli, öðru nafni Denali, sem er hæsta fjall í Norður-Ameríku. Takmarkinu lýkur svo á Everest-tindi eftir ár.

Vefdeild Netheims hannaði og hýsir vefsíðu Vilborgar www.vilborg.is. Þar gefst öllum færi á að fylgjast með og senda Vilborgu skilaboð